WP Dagsetning eða WP Date Remover eins og við köllum viðbótina á ensku,
gerir kleift að fjarlægja dagsetningar úr völdum frétta-/greinaflokkum.

Einn af okkar góðu viðskiptavinum vildi hafa þann möguleika á sínum vef,
að fjarlægja dagsetningar úr ákveðnum frétta-/greinaflokkum.

Þrátt fyrir fjölda viðbóta í boði sem fjarlægja dagsetningar, var engin viðbót
sem bauð upp á að velja í hvaða flokki dagsetningar áttu að hverfa.  Við
smíðuðum því þessa viðbót til að leysa málið og ákváðum að hafa hana
fría fyrir hvern sem er að nota.
 

Í byrjun árs 2019 eru ríflega 20.000 manns með viðbótina í notkun og um 85.000 manns hafa sótt hana.

Ef þú vilt nýta þér viðbótina, þá getur þú sótt hana frítt hér: