Villimey framleiðir vörur í heimsklassa

Við hjá Tónaflóði fengum það skemmtilega verkefni að setja upp nýja netverslun fyrir Villimey á Tálknafirði.  Fyrirtækið framleiðir lífrænt vottaðar snyrtivörur, heilsudrykki og smyrsl í heimsklassa úr villtum íslenskum jurtum.  

Vörurnar eru lífrænt vottaðar og án allra rotvarna-, ilm- og litarefna. Niðurstöður rannsókna frá Matís sýna að „framleiðsla smyrslanna frá Villimey er í samræmi við ströngustu kröfur varðandi hreinlæti og vönduð vinnubrögð. Engum rotvarnarefnum er bætt í smyrslin. Þau innihalda náttúrulega rotvörn sem kemur frá jurtunum.“

Skoðaðu netverslun Villimeyjar hér: https://www.villimey.is