Viðbætur (Plugins)
Ef viðbótin er ekki til, þá getum við smíðað hana.
Viðbætur (plugins) eru ein ástæða þess að WordPress kerfið er eins öflugt og raun ber vitni. Með viðbótum er hægt að breyta eða bæta virkni og láta kerfið gera nánast hvað sem er.
Í kringum WordPress hefur myndast gríðarlega öflugt samfélag, þar sem fjöldi fólks um allan heim vinnur að því að gera gott kerfi enn betra.
Flestir sem nota WordPress í atvinnuskyni og bera virðingu fyrir samfélaginu, gefa til baka. Það er hægt að gera með ýmsum hætti, m.a. með því að búa til fríar viðbætur sem eru öllum aðgengilegar inni á heimasíðu kerfisins – wordpress.org
Við höfum smíðað ýmsar viðbætur, sumar fríar og aðrar eingöngu til notkunar fyrir okkar viðskiptavini. Hér að neðan má sjá sýnishorn af því sem við höfum gert.


