Veitingageirinn í nýjan búning

Í febrúar setttum við í loftið nýjan vef fyrir Veitingageirann, frétta- og upplýsingavef um allt er snýr að mat og vínum.  Einnig gerðum við kynningarmyndband sem sjá má hér að neðan.

Vefurinn leggur m.a. áherslu á að auka sýnileika á fagkeppnum í veitingabransanum. Þegar þetta er skrifað er undirbúningur fyrir hina virtu matreiðslukeppni Bocuse d’Or í fullum gangi, en Bocuse d’Or er oft kölluð hin eina sanna heimsmeistarakeppni í matreiðslu.

=> Veitingageirinn.is

Við óskum Veitingageiranum til hamingju með glæsilegan vef.