UM TÓNAFLÓÐ
Selma Hrönn Maríudóttir og Smári Valtýr Sæbjörnsson reka fjölskyldufyrirtækið TÓNAFLÓÐ, en Selma stofnaði fyrirtækið árið 1989.

Selma Hrönn Maríudóttir
EIGANDI
Selma er stofnandi Tónaflóðs og sér um hönnun, forritun og tæknimál.

Smári Valtýr Sæbjörnsson
EIGANDI
Smári er annar eigandi Tónaflóðs og sér um alla þjónustu við viðskiptavini.
TÓNAFLÓÐ var upphaflega sett á laggirnar í tengslum við útgáfu á lögum og textum eftir Selmu Hrönn Maríudóttur og hefur einnig gefið út barnabækur eftir hana í bókaflokknum Grallarasögur.
Vefsíðugerðin hefur verið starfrækt óslitið frá árinu 1996 og er fyrirtækið með elstu veffyrirtækjum landsins.
TÓNAFLÓÐ hefur ávallt haft að markmiði að bjóða vandaða vöru og þjónustu á góðu verði og er viðskiptamannahópurinn fjölbreyttur og skemmtilegur. Fyrirtækið hannar, viðheldur og smíðar vefsíður af öllum stærðum og gerðum. Viðskiptavinir skipta hundruðum og verkefnin eru stór og smá.

Tímalína Tónaflóðs - Stiklað á stóru
-
1989
TÓNAFLÓÐ stofnað.
-
1990
Platan EINKAMÁL gefin út.
Lög og textar eftir Selmu Hrönn Maríudóttur.
-
1993
Í JÓLASKAPI gefin út.
Gylfi Ægisson og Selma Hrönn Maríudóttir.
-
1996
HEIMASÍÐUGERÐIN sett á laggirnar.
-
1997
Fyrsta NETVERSLUN Tónaflóðs sett í loftið.
-
2006
Útgáfa barnaefnisins GRALLARASÖGUR hefst.
-
2007
Eigin HÝSINGARÞJÓNUSTA tekin í notkun.
-
2012
Fyrsta APPIÐ lítur dagsins ljós.
-
2012
Fyrstu SNJALLVEFIRNIR settir upp.
-
2013
Grallarar.is fær VERÐLAUN
Grallarar.is fær verðlaun fyrir besta barnaefnið á netinu og tilnefningu til Evrópuverðlauna.
-
2016
Fyrsta framlag okkar á WORDPRESS.ORG fær góðar viðtökur
Viðbótin WP Date Remover hefur nú yfir 20.000 virka notendur.
-
2018
Fyrsti vefurinn tengdur við Innskráningarþjónustu island.is.
Við hönnuðum WordPress viðbót sem við notum í þessum tilgangi.
-
2019
Nýtt ár, nýjar áherslur.
Takk fyrir að skoða tímalínuna okkar 🙂