Tónaflóð hannar QR kóða – Veistu hvernig hann er notaður?

QR kóði (Quick Response) er ákveðin tegund af strikamerki sem getur innihaldið mun meiri upplýsingar en hefðbundið strikamerki.  Tilgangur með notkun hans er að miðla meiri upplýsingum en þeim sem standa með kóðanum hverju sinni.  Sem dæmi um notkun má nefna kynningarbækling (túristabækling) sem inniheldur kynningartexta og myndir. Þegar notandi skannar QR kóða á bæklingnum með snjallsímanum sínum opnast kynningarmyndband sem er viðbót við þær upplýsingar sem fram koma í bæklingnum.

Tónaflóð hannar QR kóða - Quick Response - CodeQR kóðinn getur innihaldið upplýsingar allt frá einfaldri vefslóð upp í heilu nafnspjöldin. Kóðann er hægt að nota á vefsíður, bæklinga, nafnspjöld, prentaðar auglýsingar og fleira.

Til að skanna QR kóða þarf lesforrit sem nýtir myndavél símans til þess að greina upplýsingar QR merkisins. Slík forrit fylgja mörgum nýjum snjallsímum í dag en einnig er hægt að sækja þau á netið.  BeeTagg er þægilegt forrit sem sækja má hér: get.beetagg.com

Hér að neðan má sjá bakhlið á nafnspjaldi frá okkur.  Þegar kóðinn er skannaður birtast allar upplýsingar á spjaldinu og notandi þarf aðeins að smella á “vista” til að setja þær inn í símaskrána sína í stað þess að pikka upplýsingarnar inn.

Það var Japanska fyrirtækið Denso Wave, dótturfyrirtæki Toyota, sem fann upp QR-kóðann árið 1994 í þeim tilgangi að fylgjast með varahlutum í bílaverksmiðjum Toyota.