Að breyta prófíl eða persónulegri síðu í “Like” síðu

Ef þú hefur sett upp prófíl eða persónulega síðu fyrir félag eða fyrirtæki, getur þú breytt henni í “Like” síðu til að fylgja reglum og auka möguleika á að ná settu markmiði.

Svona ferðu að:

  1. Þú skráir þig inn á Facebook.
  2. Þegar prófíl er breytt í “Like” síðu er prófílmynd færð yfir og vinir eru færðir yfir sem einstaklingar sem líkar síðan.  Í einhverjum tilfellum eru “Lækin” færri en vinafjöldinn og borgar sig að taka það með í reikninginn þegar ákvörðun er tekin.  Engin önnur gögn eru færð yfir, svo það er mikilvægt að taka afrit af öllum gögnum í upphafi til að geta bætt inn síðar.
  3. Skoðaðu þessa glósu til að sjá hvernig þú tekur afrit af Facebook gögnum.
  4. Smelltu á þessa slóð til að hefja ferlið.
  5. Veldu lýsandi flokk og smelltu á “Byrjaðu”
  6. Sláðu inn lykilorðið sem þú notar til að skrá þig inn á Facebook og smelltu á “Staðfesta”
  7. Hinkraðu augnablik þar til næsta síða kemur upp.  Þar sérðu prófílmyndina og smellir á “Næsta”.
  8. Á næstu síðu skráir þú grunnupplýsingar og heimasíðu ef við á og smellir á “Save Info”.
  9. Nú kemur Facebook með tillögu að beinni slóð á síðuna. Ef þú ert sátt(ur) við slóðina smellir þú á “Set Address”, annars getur þú breytt slóðinni.
  10. Nú er “Like” síðan tilbúin, en eins og áður sagði vantar allar stöðuupfærslur og myndir.  Þú getur sótt eldri myndir og stöðuuppfærslur úr afritinu sem þú sóttir í upphafi.