Tónastöðin með nýja netverslun

Eitt af mörgum skemmtilegum verkefnum okkar í ár er uppsetning á nýrri netverslun fyrir Tónastöðina.

Tónastöðin er ein rótgrónasta hljóðfæraverslun landsins. Verslunin var stofnuð af hjónunum Andrési og Hrönn á Akranesi árið 1987 og hefur verið í Skipholti frá árinu 1995. Á þessum árum hefur safnast upp gífurleg reynsla og þekking í versluninni sem þjónustar jafnt byrjendur sem lengra komna.

Gæði hafa ávallt verið aðalsmerki Tónastöðvarinnar og er allt til alls í boði fyrir hljóðfæraleikara og annað tónlistarfólk.

Í dag eru ríflega 700 vörur í versluninni og er sífellt verið að bæta við.

Skoðaðu nýja netverslun Tónastöðvarinnar hér: https://www.tonastodin.is

Við óskum Tónastöðinni til hamingju með glæsilegan vef.