Skip to Content

Blog Archives

Að stofna Facebook síðu fyrir félag eða fyrirtæki

Að stofna Facebook síðu fyrir félag eða fyrirtæki

Ertu að setja upp Facebook síðu fyrir fyrirtæki?  Athugaðu að stofna “Like” síðu en ekki prófíl.

Hér eru ástæðurnar:

  1. Prófílar eða Persónulegar síður eru fyrir einstaklinga en “Like” síður eru ætlaðar til viðskiptalegra nota.
  2. Að markaðssetja vöru og þjónustu, fyrirtæki, félagasamtök o.s.frv. á persónulegri síðu stríðir gegn reglum Facebook og þú gætir átt von á því að henni yrði lokað.
  3. “Like” síður eru skráðar í leitarvélar en prófílar ekki.
  4. “Like” síður geta tengst ótakmörkuðum fjölda síðna, en prófílar geta haft 5000 vini.
  5. Á “Like” síðu er hægt að vera með sérhannaða lendingarsíðu fyrir notendur.
  6. “Like” síðu fylgja tölfræðilegar upplýsingar um notendur síðunnar.
0 Continue Reading →

Að taka afrit af Facebook gögnum

Að taka afrit af Facebook gögnum

Vissir þú að þú getur á einfaldan hátt tekið afrit af Facebook gögnum þínum og flétt í gegnum skilaboð, vinalista, stöðuuppfærslur, myndir og fleira á tölvunni þinni?

Svona ferðu að:

  1. Þú skráir þig inn á Facebook.
  2. Þú smellir á örina uppi í hægra horni og ferð í aðgangsstillingar.
  3. Neðst á þeirri síðu smellir þú á tengilinn “Hlaða niður afriti af Facebook gögnum þínum.”
  4. Á næstu síðu smellir þú á “Start My Archive” og svo á “Staðfesta” í framhaldi af því.
  5. Þegar afritið er tilbúið færðu sendan tölvupóst frá Facebook. (Getur tekið dágóða stund).
  6. Þú smellir á slóðina í tölvupóstinum og smellir svo á tengilinn “Hlaða niður afriti” og slærð inn lykilorðið sem þú notar til að skrá þig inn á Facebook.
  7. Þú smellir á “Download Archive” og vistar skrána á tölvunni þinni.
  8. Þú opnar möppuna sem þú varst að vista og smellir á HTML skjalið sem heitir index.
  9. Index síðan opnast í vafra og þú getur flétt í gegnum gögnin með því að smella á viðeigandi tengla.

Endilega deildu þessum fróðleik ef þú telur að hann geti komið öðrum að góðum notum 🙂

0 Continue Reading →

Að breyta prófíl eða persónulegri síðu í “Like” síðu

Að breyta prófíl eða persónulegri síðu í “Like” síðu

Ef þú hefur sett upp prófíl eða persónulega síðu fyrir félag eða fyrirtæki, getur þú breytt henni í “Like” síðu til að fylgja reglum og auka möguleika á að ná settu markmiði.

Svona ferðu að:

  1. Þú skráir þig inn á Facebook.
  2. Þegar prófíl er breytt í “Like” síðu er prófílmynd færð yfir og vinir eru færðir yfir sem einstaklingar sem líkar síðan.  Í einhverjum tilfellum eru “Lækin” færri en vinafjöldinn og borgar sig að taka það með í reikninginn þegar ákvörðun er tekin.  Engin önnur gögn eru færð yfir, svo það er mikilvægt að taka afrit af öllum gögnum í upphafi til að geta bætt inn síðar.
  3. Skoðaðu þessa glósu til að sjá hvernig þú tekur afrit af Facebook gögnum.
  4. Smelltu á þessa slóð til að hefja ferlið.
  5. Veldu lýsandi flokk og smelltu á “Byrjaðu”
  6. Sláðu inn lykilorðið sem þú notar til að skrá þig inn á Facebook og smelltu á “Staðfesta”
  7. Hinkraðu augnablik þar til næsta síða kemur upp.  Þar sérðu prófílmyndina og smellir á “Næsta”.
  8. Á næstu síðu skráir þú grunnupplýsingar og heimasíðu ef við á og smellir á “Save Info”.
  9. Nú kemur Facebook með tillögu að beinni slóð á síðuna. Ef þú ert sátt(ur) við slóðina smellir þú á “Set Address”, annars getur þú breytt slóðinni.
  10. Nú er “Like” síðan tilbúin, en eins og áður sagði vantar allar stöðuupfærslur og myndir.  Þú getur sótt eldri myndir og stöðuuppfærslur úr afritinu sem þú sóttir í upphafi.

 

0 Continue Reading →

Tónaflóð notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á tonaflod.is

 

• CookieConsent


Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur