Tónaflóð hannar QR kóða – Veistu hvernig hann er notaður?

QR kóði (Quick Response) er ákveðin tegund af strikamerki sem getur innihaldið mun meiri upplýsingar en hefðbundið strikamerki.  Tilgangur með notkun hans er að miðla meiri upplýsingum en þeim sem standa með kóðanum hverju sinni.  Sem dæmi um notkun má nefna kynningarbækling (túristabækling) sem inniheldur kynningartexta og myndir. Þegar notandi skannar QR kóða á bæklingnum með snjallsímanum sínum opnast kynningarmyndband sem er viðbót við þær upplýsingar sem fram koma í bæklingnum.