Heilaheill er félag sem vinnur á landsvísu að velferðar- og hagsmunamálum þeirra er fengið hafa slag (heilablóðfall), aðstandenda þeirra og fagaðila. Heilaheill gegnir mikilvægu hlutverki með öflugu fræðslustarfi og stuðningi.
Lífveruleit – Bioblitz í Reykjavík
Lífveruleit – Bioblitz í Reykjavík er fræðsluverkefni á vegum Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands.
Bioblitz er alþjóðlega þekkt hugtak sem felur í sér þátttöku og samstarf almennings og sérfræðinga með það að markmiði að finna, greina og skrá tegundir dýra, plantna og annarra lífvera á tilteknum svæðum.
Þannig safnast gagnlegar og áhugaverðar upplýsingar um útbreiðslu og fjölbreytni líffræðilegrar fjölbreytni en einnig gefst tækifæri fyrir almenning að uppgötva og læra að þekkja lífríkið í sínu nánasta umhverfi.