SKILMÁLAR

1. Skilmálar þessir gilda fyrir hýsingu.

2. TÓNAFLÓÐ veitir hýsingarþjónustu til einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja gegn gjaldi. Þjónustukaupi greiðir fyrir þjónustuna fyrirfram mánaðarlega samkvæmt reikningi. Reikningar eru sendir út af Tónaflóði. Gjalddagi mánaðarlegra reikninga er 25. hvers mánaðar og eindagi 5 dögum eftir gjalddaga. Sé reikningur greiddur eftir eindaga greiðir rétthafi dráttarvexti frá gjalddaga til greiðsludags skv. III. kafla laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. TÓNAFLÓÐ áskilur sér rétt til að loka fyrir þjónustu til þjónustukaupa þegar ógreiddir reikningar eru orðnir tveir talsins og verður þjónustan ekki opnuð á ný fyrr en fullnaðarskil hafa verið gerð.

3. TÓNAFLÓÐ mun eftir fremsta megni tryggja öryggi og trúnað viðskiptavina og þeirra gagna sem þeir kunna að geyma á búnaði TÓNAFLÓÐS.

4. TÓNAFLÓÐ ber ekki ábyrgð á gögnum sem kunna að tapast eða skemmast sem geymd eru á búnaði TÓNAFLÓÐS. TÓNAFLÓÐ ber ekki ábyrgð á tjóni sem þriðji aðili veldur t.d. með skemmdum á efni sem geymt er á búnaði TÓNAFLÓÐS.

5. Misnotkun á vefsvæði, s.s. birting eða fjöldadreifing ósiðlegs, ólöglegs eða ærumeiðandi efnis varðar við lög. Áskrifanda er óheimilt að vista á heimasvæði sínu efni sem brýtur í bága við íslensk lög.

6. Viðskiptavini er ekki heimilt að trufla, skerða eða á nokkurn hátt hafa áhrif á notkun annarra viðskiptavina, til dæmis með fjöldapóstsendingum.

7. TÓNAFLÓÐ lýsir því yfir að allt efni sem birt er á vefsvæðum viðskiptavina fyrirtækisins er á þeirra eigin ábyrgð og standa þau algerlega ábyrg gerða sinna á eigin vefsvæðum.

8. Skráður eigandi léns eða vefsvæðis telst ábyrgur fyrir því að þessum reglum sé fylgt.

9. Uppsögn á þjónustu tekur gildi um mánaðarmót. Uppsögn sem berst fyrir 20. hvers mánaðar tekur gildi næstu mánaðarmót á eftir. Uppsögn sem berst eftir 19. hvers mánaðar tekur gildi um þar næstu mánaðarmót.

10. TÓNAFLÓÐ áskilur sér rétt til að endurskoða þessa skilmála án fyrirvara ef þörf krefur.