Leitarvélabestun (SEO)

Í hvaða sæti er vefurinn þinn á Google?

Yfir 95% Íslendinga eru með aðgang að netinu og talið er að netnotendur í heiminum séu um 3 billjónir manna. Með aukinni notkun veraldarvefsins hefur mikilvægi leitarvéla orðið æ ljósara. Leitarvélar eru orðnar grundvöllur netnotkunar víða um heim.

Það er margt sem hefur áhrif á sýnileika vefja á leitarvélum. Leitarvélavænt vefumsjónarkerfi og efnisinnihald síðunnar skiptir þar mestu máli. Markaðssetning á netinu er þolinmæðisvinna sem tekur tíma en skilar óhjákvæmilega árangri ef hugað er að þessum grundvallaratriðum.

Samkeppnin um leitarorð er mismikil og til að hámarka árangur á leitarvélum er notuð svokölluð leitarvélagreining eða leitarvélabestun. Hún er í stuttu máli fólgin í því að byggja vefsvæðið þannig upp að það skori hátt á leitarvélum fyrir valda leitarstrengi.

Markaðssetning á netinu er þríþætt:

 

1. Að auka traffík valdra markhópa inn á vefsíður fyrirtækisins sem eru að leita að vörum og þjónustu fyrirtækisins.

2. Að gera vefsíðurnar leitarvélavænar þannig að þær séu sýnilegar í efstu sætum leitarniðurstaðna fyrir leitarorð sem þessir markhópar nota.

3. Að gera vefsíðurnar aðgengilegar og söluvænar til þess að auka nýtingarhlutfall (conversion rate) á heimsóknum.

Yfir 800 vefir í loftið.  Má bjóða þér í hóp ánægðra viðskiptavina okkar?