Að stofna Facebook síðu fyrir félag eða fyrirtæki

Ertu að setja upp Facebook síðu fyrir fyrirtæki?  Athugaðu að stofna “Like” síðu en ekki prófíl.

Hér eru ástæðurnar:

  1. Prófílar eða Persónulegar síður eru fyrir einstaklinga en “Like” síður eru ætlaðar til viðskiptalegra nota.
  2. Að markaðssetja vöru og þjónustu, fyrirtæki, félagasamtök o.s.frv. á persónulegri síðu stríðir gegn reglum Facebook og þú gætir átt von á því að henni yrði lokað.
  3. “Like” síður eru skráðar í leitarvélar en prófílar ekki.
  4. “Like” síður geta tengst ótakmörkuðum fjölda síðna, en prófílar geta haft 5000 vini.
  5. Á “Like” síðu er hægt að vera með sérhannaða lendingarsíðu fyrir notendur.
  6. “Like” síðu fylgja tölfræðilegar upplýsingar um notendur síðunnar.