20.000 manns nota nú viðbótina okkar

Ríflega 20.000 manns víða um heim nota nú viðbótina okkar “Date Remover” sem gerir kleift að fjarlægja dagsetningar úr völdum flokkum í færslusafni WordPress. Viðbótin er frí og er fáanleg hér á heimasíðu WordPress.

Hvers vegna að fjarlægja dagsetningar?

Sumar upplýsingar eru tímalausar og eiga því eins vel við nú og fyrir t.d. þremur árum.  Með því að fjarlægja dagsetningu sem verður sjálfkrafa til þegar færsla er skráð í WordPress, má taka af allan vafa um að efnið sé úrelt.

Hvers vegna er viðbótin frí?

Í kringum WordPress hefur myndast gríðarlega öflugt samfélag, þar sem fjöldi fólks um allan heim vinnur að því að gera gott kerfi enn betra. Þeir sem sérhæfa sig í WordPress og nota kerfið í atvinnuskyni eins og við, gefa flestir til baka með einum eða öðrum hætti.  Til dæmis með því að búa til fríar viðbætur sem eru öllum aðgengilegar inni á heimasíðu kerfisins – wordpress.org

Hvað segja notendur?

Þó að fjöldi eintaka í notkun segi sitt um framtakið, þá er alltaf gaman að fá persónuleg ummæli líka.
Hér eru nokkur sem skráð hafa verið opinberlega á heimasíðu WordPress:

Ef þú vilt nýta þér viðbótina, þá getur þú sótt hana frítt hér: